Þessi frábæri grænmetisréttur er frá Eldhúsperlur.

Grænmetis bolognese:

 • 2 rauðar paprikur
 • 3-4 gulrætur
 • 1 laukur
 • 4-5 hvítlauksrif
 • 1 bakki sveppir
 • 1 tsk rósmarín
 • 3 msk ólífuolía
 • 2 msk tómatpaste
 • 1 glas rauðvín (ca.2 dl)
 • Þurrkað óreganó og steinselja (ca. 1 tsk af hvoru)
 • 2 msk mascarpone ostur (eða venjulegur hreinn rjómaostur)
 • 2 tómatar gróft saxaðir (má sleppa)
 • 1 dl vatn og 1/2 grænmetisteningur
 • Salt, pipar og nýrifinn parmesan ostur

Aðferð:

Skerið paprikuna, laukinn, helminginn af sveppunum (eða alla ef þið vijið ekki hafa bita í sósunni) og hvítlaukinn gróft niður.

min_IMG_2640

Setjið í matvinnsluvél ásamt rósmarín og látið vélina ganga þar til grænmetið er allt smátt saxað.

min_IMG_2643

Hitið olíu á pönnu og látið grænmetismaukið krauma á pönnunni í 5 mínútur.

min_IMG_2644

Bætið þá útí tómatpaste og steikið aðeins áfram.

min_IMG_2648

Setjið sveppina þá samanvið og leyfið þeim aðeins að steikjast.

min_IMG_2650

Hellið þá rauðvíninu út á ásamt vatni og grænmetistening og leyfið þessu að sjóða aðeins niður.

min_IMG_2651

Kryddið til með þurrkuðu oregano og steinselju

min_IMG_2653

Setjið þá mascarpone ostinn útí og látið hann bráðna saman við sósuna.

min_IMG_2659

Bætið gróft skornum tómötum saman við og smakkið til með salti, pipar og parmesan osti.

min_IMG_2661

Berið fram með salati, taglietelle og nýrifnum parmesan osti.

min_IMG_2667

SHARE