Jæja, það eru víst margir sem vilja örlitla pásu frá kjöt- og kökuáti núna á milli jóla og nýárs. Þá er um að gera að smella í einn meinhollan smoothie. Uppskriftin er fengin af Gulur, rauður, grænn & salt.

Sjá einnig: Súper einfaldur Detox Smoothie

2013-07-29-14-18-33

Grænmetissmoothie

1 lúka spínat
1 lúka grænkál (eða meira spínat ef það fæst ekki)
1 epli, kjarnahreinsað
1 gulrót, afhýdd
1/2 bolli bláber
2 msk hörfræ
1 bolli trönuberjasafi
1 bolli klaki

Aðferð

  1. Látið allt í blandara/matvinnsluvél og blandið vel saman.
  2. Hellið í glas og njótið!
SHARE