Þessi er alveg kjörin á grillið frá Eldhússögum
Uppskrift f. 4:
- 1 stór banani, skorinn í sneiðar
- 2 stórar perur, afhýddar og skorin í bita
- 100 g vínber
- 2-3 kíwi, skorin í bita
- 1 poki Dumle karamellur (120 g)
- 4 kókosbollur
Ávöxtunum er blandað saman og settir í álbakka. Karamellurnar eru klipptar eða skornar niður í þrjá bita hver og þeim dreift yfir ávextina. Kókosbollurnar eru skornar í tvennt langsum og þeim raðað yfir ávextina þannig að hvíta kremið vísi upp. Grillað við lágan til meðalhita í um það bil 8-10 mínútur eða þar til karamellurnar eru bráðnaðar og hvíta kremið í kókosbollunum orðið stökkt. Borið fram strax með ís.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.