Grindargliðnun á meðgöngu

 

Nærri því fimmta hver kona fær grindargliðnun á meðgöngu, stundum óverulega en stundum svo mikla að það verður jafnvel sársaukafullt að ganga. 

Við fengum ýmis ráð hjá sérfræðingum hvað væri til ráða. 

Grindargliðnun er mjög sársaukafullt ástand og gerist nærri eingöngu á meðgöngu. Óþægindin eru í mjaðmargrindinni, oft að framanverðu en verkir geta líka leitt út í mjaðmir, mjóbakið, nárann, kviðinn neðan til og niður í fótleggina. Sársaukinn kemur af því að los er á liðum í mjaðmargrindinni. Við þessu er ýmislegt hægt að gera.

Konur sem hafa fengið mikla grindargliðnun hafa lýst nærri óbærilegum kvölum, bæði þegar þær voru að ganga og jafnvel bara að snúa sér í rúminu.

Fyrsta ráð: fáðu ráð hjá fagmanni. Það skiptir máli að vitað sé hvaða liðamót hafa gliðnað svo að  meðferðin sé faglega rétt. Upplýsingarnar fást með því að skoða konuna þegar hún er að ganga og líka þegar hún liggur út af.

 

Meðferðarúrræði. Margri konunni hefur verið sagt að bíta á jaxlinn og láta sig bara hafa þetta en reyndir sjúkraþálfarar segja að ýmislegt sé hægt að gera með því að vinna með liðamótin og kenna konunni æfingar sem styrkja vöðvana sem liggja að liðamótunum ásamt réttum teygjuæfingum. Einnig er oft ráðlagt að nota vissa tegund af stuðningbelti.   

Stuðningbeltin eru sjaldan til mikilla bóta. En fleira er hægt að gera auk þess að fá hjáp fagmanna til að draga úr óþægindunum. Það er t.d. skynsamlegt að forðast stiga eins og hægt er og ennfremur á að forðast að sitja flötum beinum því að það getur aukið mjög á sársaukann.  Mörgum konum reynist vel að  taka lítil skref og að fara út úr bílnum með báða fætur í einu. Aðrar segjast verða að sitja þegar þær eru að klæða sig og fara í skóna.

Ef þið þjáist af grindargliðnun skulið þið endilega ræða um það við fagfólkið þegar þið  farið í mæðraskoðun og leitið hjálpar hjá sjúkraþjálfara sem kann að fást við grindargliðnun.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here