Grjónagrautur – Uppskrift

Hér er uppskrift af grjónagraut, þessum gamla góða. Það er ekki sjálfgefið að kunna að gera grjónagraut svo nú er um að gera að prófa.

Grjónagrautur fyrir 2-3

1 bolli hrísgrjón

1 bolli vatn

1 tsk. salt

1 lítri mjólk

1 bolli rúsínur
Sjóðið hrísgrjónin í um það bil 5 mínútur í vatninu við lágan hita. Þegar sá tími er liðinn bætið það mjólkinni út í smátt og smátt. Passið ykkur að hræra mikið í grautnum og látið sjóða í 30-40 mínútur. Athugið að það er mjög auðvelt að brenna grautinn svo það er ekki sniðugt að „leyfa honum að malla“ lengi í einu.

Sumum finnst ómissandi að hafa rúsínur en þeim má alveg sleppa. Sumum finnst jafnvel gott að setja örlítinn vanillusykur út í grautinn til að fá smá sætt bragð og vanillukeim.
Berið fram með kanilsykri og ekki er verra að hafa smá slátur með líka. Einnig er rosalega gott að setja smá smjörklípu út í grautinn ef maður vill aðeins leyfa sér.

SHARE