Ég elska góðar súpur og þessi hljómar æðislega frá Gulur,rauður, grænn og salt.com

IMG_3953

Gulróta- og tómatsúpa með kókosmjólk
1 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
3-4 hvítlauksrif, söxuð
1 tsk turmeric
4-6 plómutómar, saxaðir
10-12 stórar gulrætur, sneiddar
400 g saxaðir tómatar í dós
vatn
1 grænmetisteningur
salt og pipar
hnífsoddur cayenne pipar
400 g kókosmjólk
safi úr 1 lime
kóríander eða steinselja, saxað

  1. Hitið olíu í potti. Bætið lauk, hvítlauk og turmeric í pottinn og léttsteikið þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið þá gulrótum og söxuðum tómötum saman við og léttsteikið. Hellið því næst vatni í pottinn þannig að það nái yfir grænmetið.  Saltið og piprið og látið malla í 15-20 mínútur. Setjið allt í matvinnsluvél, maukið og hellið aftur í pottinn.
  2. Hellið tómötum í dós ásamt kókosmjólkinni saman við og hitið, en látið ekki sjóða.
  3. Kreistið safa úr lime í súpuna og kryddið með cayennepipar og salt og pipar, allt að eigin smekk.
  4. Hellið súpunni í skálar og stráið kóríander eða steinselju yfir og berið fram með góðu brauði.
SHARE