Gwen Stefani og Blake Shelton eru mjög ástfangin eins og flestir hafa tekið eftir. Þau hafa nú í hyggju að gifta sig um jólin og munu væntanlega hafa athöfnina á búgarði Blake í Oklahoma.  

Sjá einnig: Ætlar í forræðisdeilu við Gwen Stefani

Samkvæmt Life & Style hafa Gwen og Blake meira að segja hafist handa við gestalistann og eru nokkrir af Voice þjálfurunum á þeim. Einnig hefur því verið fleygt fram að Gwen sé að hanna sinn eigin brúðarkjól sem verði beinhvítur og ljósblár.

 

Sjá einnig: Gwen Stefani hafnar bónorði Blake Shelton

Það er alveg spurning hvað er að marka þessar fréttir en við vitum allavega að þau virðast yfir sig ástfangin. Það kom reyndar í slúðurblöðum fyrir stuttu að Gwen hafi ekki verið hrifin af því að hafa Miley Cyrus með Blake Shelton í The Voice. Hún á að hafa sagt við unga trippið hana Miley að halda sig frá Blake, enda er hún alræmdur daðrari.

 

SHARE