Eitt nýjasta parið í Hollywood eru þau Gwen Stefani (46) og Blake Shelton (39) og þau fá bara ekki nóg hvort af öðru. Þau eru endalaust að kyssast og knúsast og eru eins og ástfangnir unglingar um leið og myndavélarnar eru ekki á þeim.

Sjá einnig: Er Gwen Stefani komin með nýjan upp á arminn?

blake-shelton-kisses-gwen-stefani-ftr

 

„Blake er herramaður af gamla skólanum og vill vera viss um að Gwen finnist hún vera fallegasta konan á jörðinni. Hann baðar hana í hrósi, gjöfum og ástarjátningum – jafnvel á almanna færi. Svo lengi sem þau eru viss um að það séu engar myndavélar á þeim kyssast þau eins og unglingar,“ segir heimildarmaður HollywoodLife.

Screen Shot 2015-12-25 at 1.04.58 PM

 

SHARE