Hættan af unninni kjötvöru

Alþjóðarannsóknarstöð um krabbamein (The World Cancer Research Fund (WCRF)) hefur nýlega birt skýrslu þar sem greint er frá vítækum rannsóknum á sambandi mataræðis og krabbameina.  Niðurstöðurnar eru hrollvekjandi: fólk ætti að hætta alveg að kaupa og borða unna kjötvöru.

Unnin kjötvara er m.a. beikon, pylsur, bjúgu, álegg af ýmsu tagi, pepperóní, salamí og í raun allt rautt kjöt sem notað er í frosna, tilbúna rétti.  Venjulegast er krabbameinsvaldandi efnið saltpétur sett í þennan mat. Saltpéturinn gefur kjötinu rauðbleikan lit svo að það lítur út fyrir að vera alveg nýtt og ferskt.

Rannsókn sem gerð var við háskólann á Hawaii leiddi í ljós að neysla á unninni kjötvöru eykur líkurnar á krabbameini í milta um 67%. Önnur rannsókn sýndi fram á að ef daglega eru borðuð 50gr. af unninni kjötvöru aukast líkur á ristilkrabbameini um 50%. Þetta eru ógnvekjandi tölur. Þessar tölur tengjast alls ekki fersku kjöti. Þetta á einungis við fólk sem borðar alla jafna unna kjötvöru með saltpétri. Saltpétur er aðallega notaður í unna vöru úr rauðu kjöti. Hann er ekki notaður í kjúklinga eða fisk.

 

Lesið vandlega á pakningarnar ef þið ætlið að kaupa eftirfarandi matvæli og athugið hvað stendur um saltpétur og MSG sem er annað hættulegt efni sett í mat ( sodium nitrite og  monosodium glutamate (MSG)).

 

Beikon

  • Bjúgu
  • Pylsur
  • Álegg
  • Frosnar pizzur með kjöti
  • Niðursoðnar súpur með kjöti
  • Frosnar máltíðir með kjöti
  • Pasta réttir með kjöti

 

Maður hlýtur að spyrja af hverju matvælaeftirlitið leyfir að þetta hættulega efni skuli vera notað í matvæli. Staðreyndin er að matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum reyndi að fá saltpétur bannaðan í allri matvælaframleiðslu á áttunda áratug síðustu aldar en matvælaiðnaðurinn hafði betur og það er enn leyft. Hvað um Ísland? Hvað um heilsuverndina fyrir almenning? 

Besta vörn í þessu máli er að forðast unna kjötvöru og halda sig við nýtt, óunnið kjöt eða fisk. 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here