„Hann er illur!“ – Nýjar myndir líta dagsins ljós

Dzhokhar Tsarnaev er annar bræðranna tveggja sem ábyrgir voru fyrir sprengingunni í Boston maraþoninu þann 15. apríl síðastliðinn. Lögreglumaðurinn  Sean Murphys var á staðnum þegar Dzhokhar var handsamaður og tók þessar myndir þegar honum var náð úr bátnum sem hann faldi sig í. Sean segir í samtali við New York Times að hann hafi sent þessar sláandi myndir í fjölmiðla í kjölfar þess að tímaritið Rolling Stone hafði Dzhokhar á forsíðu nýjasta blaðs síns. Screen shot 2013-07-19 at 12.24.42

„Ég vona að það fólk sem sér þessar myndir muni átta sig á því að þetta var allt saman mjög raunverulegt,“ segir Sean en á myndunum sést Dzhokhar blóðugur með laser frá lögreglunni á enninu. „Þetta var eins alvarlegt og það gerist. Fólk upplifir þetta kannski eins og hvern annan sjónvarpsþátt en þetta var háalvarlegt! Þessi maður er bara illur! Hann sprengdi þessar sprengjur í Boston.“ 

Screen shot 2013-07-19 at 12.08.14

 

 

SHARE