Hann hefur aldrei viljað hitta dóttir sína – Þjóðarsál

Þessi grein var send inn í þjóðarsál.

Langar að koma svolitlu á framfæri sem enginn getur svo sem gert nokkurn skapaðan hlut í.
Ég eignaðist barn fyrir 4 árum. Ég var ekki í sambandi og barnið mitt kom undir í raun við einna nætur gaman.
Pabbi dóttur minnar hefur aldrei hitt hana og hefur engan áhuga á því.
Ég hef aldrei kippt mér upp við þetta nema ég fann hvað reiðin stigmagnast eftir tímanum sem líður. Amma hans og afi hafa heldur aldrei reynt að hafa samband við okkur.

Ég á svo erfitt með að skilja þetta, hann er í fínni vinnu, hann er ekki í neinni óreglu eða neitt og því skil ég ekki hvernig er hægt að eiga barn út í bæ sem foreldrinu er slétt sama um.

Er þetta ekki á ábyrgð bæði konunnar og mannsins sem stunda kynlíf?
Hann sagði í byrjun að hann vildi ekki eiga barnið þegar ég varð ólétt en ég hafði mig ekki í fóstureyðingu, ég hefði aldrei getað það.
Ég ákvað ekki að ganga með barnið til að ná honum eða eitthvað í þá áttina heldur fannst mér ég tilbúin og þegar ég varð ófrísk gat ég ekki hugsað mér annað en að eiga barnið.

Ég er kvíðin að segja barninu mínu frá því að hún eigi pabba en hvað? Að hann vilji ekki þekkja hana?

Er þetta bara eðlilegur hlutur að fólk afneiti börnunum sínum?
Vissulega var þetta ekki planað, ég var á pillunni og því var ég ekki heldur að taka neina áhættu en konur geta orðið ófrískar þó þær séu á pillunni.

Ég veit að það eru til fullt af feðrum sem berjast eins og skepnur til þess eins að fá að hitta börnin sín af og til. En menn sem fá að kynnast börnunum sínum og hugsa um þau en þeir hafa ekki áhuga skil ég ekki…

SHARE