Ljósmyndarinn, Jill Greenberg taldi það vera allt í lagi að stríða börnum sem komu til hennar í myndatöku. Hún gaf þeim nammi, tók nammið svo af þeim og var tilbúinn að mynda viðbrögð barnanna eftir að nammið var tekið af þeim.

Niðurstöðurnar eru, eins og kannski marga myndi gruna, grátandi börn. Þessi myndasería er kölluð “The End” og hefur verið mjög umdeild. Það verður þó kannski að teljast áhugavert að ljósmyndarinn nær þarna einlægum tilfinningum á filmu.

Hvað finnst þér um þetta athæfi?

 

SHARE