Hin 28 ára gamla Mackenzie Kaplan setti í sakleysi sínu mynd, af sér og nýfæddri dóttur sinni, inn á Instagram og Facebook sem aðallega var ætluð ættingjum og vinum. Degi síðar var dóttir Mackenzie orðin altöluð á internetinu og fólk átti ekki til orð yfir þetta fallega barn og allt hárið sem hún skartar.
Sjá einnig: Sjáðu hvað var í nefi ungbarnsins
Litla stúlkan heitir Isabelle og er rúmlega tveggja mánaða. Hún fæddist með þykkan hárlubba á höfðinu sem bara vex og vex. Að sögn foreldranna fer að koma tími á klippingu.
Við ætlum með Isabelle í klippingu áður en hún verður þriggja mánaða af því hárið fer orðið svo í augun á henni.