David Gandy er flestum lesendum Hún.is kunnugur, en hann er eitt heitasta karlmódel heims í dag. Hann er fæddur 19. febrúar 1980 og ólst upp í Essex, Englandi í verkamannafjölskyldu. Eftir að hafa unnið fyrirsætukeppni í sjónvarpi varð hann vinsæl fyrirsæta. Gandy var í nokkur ár aðalfyrirsæta Dolce & Gabbana og birtist í fjölmörgum auglýsingaherferðum þeirra og tískusýningum.

Þessi gullfallegi maður er á Íslandi og er hann víst búinn að vera hér seinustu tvö kvöld og höfum við frétt af honum bæði í Te&kaffi í Eymundsson og á Café Paris. David er hér í fríi ásamt vini sínum og gista þeir á 101 ef heimildir okkar reynast réttar.

Heimildarmaður Hún.is segir að hann sé voða rólegur og láti lítið fyrir sér fara, sé alltaf bara að sötra kaffið sitt og spjallar við vin sinn og eyddi löngum tíma í Skype símtal við fjölskyldumeðlim í gærdag.

 

SHARE