Suzanne Heintz á eiginmanninn Chauncey og unglinginn Mary Margaret og hefur búið með þeim í 14 ár. Það sem kemur á óvart er að Chauncey og Mary Margaret eru gínur.

Life-once-removed6-550x366

Á árunum sem hún hefur átt með þeim hefur hún ferðast með „fjölskylduna“ út um allt í Ameríku og um heiminn og tekið myndir af þeim saman og sett saman í verkefni sem hún kalla „Life Once Removed.“

Life-once-removed4-550x825

Áður en gínurnar urðu hluti af lífi hennar, segir Suzanne að hún hafi reglulega verið spurð spurninga eins og: „Hvenær ætlar þú að gifta þig?“ og þá sérstaklega var það móðir hennar sem velti þessu fyrir sér. Fyrir 15 árum sagði mamma hennar: „ Enginn er fullkominn, þú verður bara að velja einhvern,“ og þá svaraði Suzanne: „Það er ekki eins og ég geti bara farið út og keypt mér fjölskyldu og látið þetta gerast!“

Eða hvað?

Life-once-removed2-550x557

Ef þú skoðar myndirnar af Suzanne með „fjölskyldunni“ þá skín andlit hennar af gleði og hún virðist vera að njóta hverrar mínútu af þessu ævintýri, alveg óháð því hvað fólki finnst um þetta athæfi hennar. Það mætti kalla þetta hennar eigin uppreisn. Hún segist vera að gera þetta til þess að minna fólk á að lífið er meira en bara „Ameríski draumurinn“ og fólk þarf ekki að láta samfélagið og fordóma stjórna lífi sínu.

Life-once-removed-550x366

Life-once-removed3-550x825

„Já ég er fullorðin kona sem er í „mömmó“ og það er ekki af því að ég þurfi að vera á einhverjum lyfjum, heldur af því að ég hef rétt á því að stjórna því hvernig líf mitt lítur út. Þú getur líka gert það,“ segir Suzanne.

[vimeo width=”600″ height=”325″ video_id=”78225804″]

SHARE