Þessi dásamlegi brauðréttur er æðislegur og er frá Eldhússögum. Getur ekki klikkað!
Heitur brauðréttur með kjúklingi og beikoni:
- ca. 15 brauðsneiðar
- 500 g kjúklingabringur eða lundir, skorin í bita (ég notaði Rose Poultry)
- 250 g sveppir, skornir í sneiðar
- 1 lítill rauðlaukur, saxaður smátt
- ólífuolía og/eða smjör til steikingar
- 1 msk kjúklingakraftur
- 200 g Philadelphia ostur með papriku og lauki
- 4-5 dl matreiðslurjómi
- 1 msk sojasósa
- Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum
- salt & pipar
- 200 g beikon
- fersk steinselja
- rifinn ostur
Ofn hitaður í 200 gráður. Mesta skorpan skorin frá brauðinu sem er síðan skorið í teninga og dreift á botn eldfasts móts. Kjúklingur, sveppir og laukur steikt á pönnu upp úr ólífuolíu og/eða smjöri. Þá er kjúklingakrafti bætt út á pönnuna. Því næst er Philadelphia osti, rjóma og sojasósu bætt út á pönnuna og sósan svo smökkuð til með heitu pizzakryddi, salti og pipar. Látið malla við vægan hita í smá stund, athugið að sósan á að vera þunn. Því næst er sósunni hellt yfir brauðið í eldfasta mótinu. Beikon er steikt og skorið í litla bita og dreift yfir sósuna. Þá er steinseljan söxuð smátt og henni dreift yfir beikonið. Að lokum er rifnum osti dreift yfir réttinn. Hitað í ofni í 20-25 mínútur eða þar til osturinn hefur fengið góðan lit.


Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.