Hertogaynjan af Cambridge komin með hríðir

Nú styttis í erfingjan og er óhætt að segja að Bretar séu yfir sig spenntir.
Katrín Middleton og Vilhjálmur Bretaprins eru að fara eignast sitt fyrsta barn en kynið er óvitað.

Katrín var flutt á spítalann um 6 leyti í morgun með hríðir og er nú stödd á St. Mary‘s spítalanum í Paddington sem er í vesturhluta London.

Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með hjónunum og litla erfingjanum sem er nú væntanlegur mjög fljótlega.

Hertogaynjan er einstaklega glæsileg hvort sem hún er ófrísk eða ekki og hefur meðal annars verið valin best klædda kona Bretlands.

kate1

SHARE