Það er ekki seinna vænna en að byrja að hita aðeins upp fyrir jólabaksturinn. Þessar kúlur eru algjört sælgæti fyrir kókosaðdáendur. Uppskriftin er fengin af Eldhússögum.
Sjá einnig: Smákökurnar sem þú verður að baka áður en þú deyrð
Himneskar Bountykúlur
Uppskrift (ca. 45 kúlur, fer eftir stærð)
Fylling:
- 50 gr smjör
- 1/2 dl síróp
- 1/2 dl flórsykur
- 2 dl rjómi
- örlítið salt
- 200 gr kókos
Súkkulaðihjúpur:
200 gr suðusúkkulaði. (hér er notaður „Ljós hjúpur“, hjúpdropar frá Nóa og Siríus)
Aðferð:
Öllu hráefni, fyrir utan kókosmjöl, er blandað saman í pott og látið malla í 5-8 mínútur eða þar til blandan fer að stífna dálítið. Þá er kókosmjöli bætt við. Blandan er svo látin kólna dálítið og því næst eru mótaðar litlar kúlur sem eru lagðar á bökunarpappír eða bretti. Kúlurnar eru að lokum settar í frysti í ca. 30 mínútur.
Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði, kúlunum er svo dýft ofan í brædda súkkulaðið og þær lagðar á bökunarpappír þar til þær harðna. Best er að geyma Bounty kúlurnar í kæli.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.