Hingað fara hörðustu mellur Mexíkó til að deyja

Hvert snúa mellurnar í Mexíkó sér þegar þær verða of gamlar ásýndum fyrir götuna er áleitin spurning, erfið viðureignar og sorgleg í eðli sínu.

Þó er sannleikurinn ekki jafn grimmilegur og ætla mætti, því mitt í öngþveiti undirheima Mexíkóborgar er að finna afar sérstætt heimili fyrir eftirlaunaþega; litríkt athvarf fyrir þær dætur götunnar sem eru orðnar alltof gamlar fyrir fagið.

Þetta er Maria, en hún strauk að heiman aðeins 9 ára gömul og var tekin að stunda vændi aðeins 17 ára og seldi sig á götum Mexíkóborgar allt þar til hún varð of gömul fyrir fagið.
Þetta er Maria, en hún strauk að heiman aðeins 9 ára gömul og var tekin að stunda vændi aðeins 17 ára og seldi sig á götum Mexíkóborgar allt þar til hún varð of gömul fyrir fagið.

Elliathvarfið var sett á laggirnar árið 2006 og er afrakstur baráttu fyrrum götustúlku, Carmen Munoz, sem barðist ötullega um árabil fyrir auknum réttindum vændiskvenna áður en ríkið loks varð við beiðni hennar og úthlutaði húsnæðinu svo vændiskonur mættu njóta skjóls þegar þær þóttu orðnar of ósjálegar og úrvinda fyrir götuna.

Þetta er fjörbelgurinn hún Norma, sem lætur engan komast upp með neitt kjaftæði og er fjörsprengjan í húsinu.
Þetta er fjörbelgurinn hún Norma, sem lætur engan komast upp með neitt kjaftæði og er fjörsprengjan í húsinu.

Og það er ekki allt, því framtakið vakti slíka athygli að franski ljósmyndarinn Bénédikte Desrus eyddi heilum sex árum við afar nærgöngular myndatökur og ítarlega viðtalsgerð við þær vændiskonur sem heimilið hýsir og gefur nú út í bók sem ber heitið “Las Amorosas Más Bravas” eða “Hugrökkustu ástkonurnar.”

Ekki allar vændiskonurnar sem búa á elliheimilinu eru hættar í faginu. Þetta er Amalia, gömul hástéttarhóra sem tekur sig enn til hvern dag og á tryggan kúnnahóp á götum borgarinnar.
Ekki allar vændiskonurnar sem búa á elliheimilinu eru hættar í faginu. Þetta er Amalia, gömul hástéttarhóra sem tekur sig enn til hvern dag og á tryggan kúnnahóp á götum borgarinnar.

Alls hafa 250 fyrrum vændiskonur leitað skjóls í athvarfinu, en vændiskonurnar sem heimilið hýsir á hverjum tíma eru 26 talsins og eru allt frá 56 ára gamlar, en elsti vistmaðurinn á uppgjafarheimili mexíkósku vændiskvennana er 80 ára gömul og er með Downs Syndrome.

Canela er áttræð og er elsti vistmaður elliheimilisins, en saga hennar er þyrnum stráð og lituð sorg. Hún er með Downs Syndrome, með hjarta úr gulli og er eftirlæti allra sem heimilið hýsir.
Canela er áttræð og er elsti vistmaður elliheimilisins, en saga hennar er þyrnum stráð og lituð sorg. Hún er með Downs Syndrome, með hjarta úr gulli og er eftirlæti allra sem heimilið hýsir.

Og sögurnar sem konurnar hafa að segja; reynslan sem þær hafa lagt að baki og viðhorf þeirra til lífsins eru jafn litrík og ætla mætti í byrjun. Þarna úir og grúir af gömlum sorgum og sigrum, ævintýrum og uppreisnum – áföllum og einstökum lífsvilja. Þarna má finna allt frá gömlum götustúlkum sem þræddu rauðu hverfin og til hástéttarhóra sem lifðu lystisemdarlífi en framfleyttu sér á laun gegnum vændi.

Hér má sjá setustofuna, en vændiskonurnar sem gatan hafnaði eyða ljúfu ævikvöldinu hér.
Hér má sjá setustofuna, en vændiskonurnar sem gatan hafnaði eyða ljúfu ævikvöldinu hér.

Jafnvel á norrænan mælikvarða hlýtur framtakið að þykja afar merkilegt og raunar á heimsvísu, því afar óvenjulegt er að finna slík heimili þó víða sé leitað og það fyrir vændiskonur á eftirlaunum.

Sem fram kemur að ofan hýsir heimilið einar 26 fyrrum vændiskonur og getur heimilislífið oft einkennst af átökum og innri baráttu milli kvennana, en allar eru þær harðar í horn að taka og yfirráðaglaðar, sökum fyrri reynslu sinnar og upplifana.

10365971_10152027243782035_1085881334330991574_n
Svona lítur forsíða bókarinnar út; en titillinn gæti útlagst á íslensku sem “Hörðustu ástkonur heims”. Hér má sjá veggspjald sem er ætlað að kynna bókina.

Bénédikte sagðist þannig hafa eytt mörgum mánuðum í návist kvennana, áður en nokkur þeirra tók þá langdregnu ákvörðun að treysta ljósmyndaranum. Líf þeirra hefur ekki verið auðvelt og í raun einkennst af stanslausri samkeppni hvor við aðra, en slagurinn um kúnnann getur verið afar harður og þær eru vanar því að þurfa að berjast fyrir hverjum brauðbita. Jafnvel núna, á eftirlaunum, eru vændiskonurnar engin viðkvæm blóm.

Sjálfa ljósmyndaseríuna um hörðustu ástkonur heims má nálgast HÉR en hrósið fær ljósmyndarinn ekki síður fyrr það eitt að voga sér inn í harðan heim vændiskvenna á launum og uppskera ævintýralega útgáfu að launum.

Athygli skal vakin á því að ekki er enn hægt að panta bókina gegnum Amazon og skyldar síður, en áhugasömum er bent á að hafa beint samband við útgefanda gegnum netfangið proyecto.xochiquetzal@gmail.com

SHARE