Hinn sólbrúni meðalvegur

Eftir langan vetur er fátt sem jafnast á við góða sólardaga. Sólin hjálpar okkur að framleiða D-vítamín sem er líkamanum nauðsynlegt, gleðihormónið seratónín sem eykur vellíðan, auk þess að gefa húðinni fallegan sólbrúnan lit. En ef við ætlum að njóta sólarinnar þurfum líka að huga að neikvæðum áhrifum hennar á húðina. Sólinni fylgir ákveðin áhætta og til að forðast ótímabæra öldrun húðarinnar og húðkrabbamein þarf að gera ákveðnar ráðstafanir.

1. Aldrei nota ljósabekki. Þrátt fyrir að notkun á ljósabekkjum hafi snarminnkað þarf reglulega að minna á skaðsemi þeirra. Notkun ljósabekkja eykur hættu á húðkrabbameini um 75% með því að dæla út útfjólubláum geislum sem innihalda UVA geisla en lítið sem ekkert af UVB geislum sem örva framleiðslu D-vítamíns.

2. Notaðu sólarvörn. Gættu þess að hún innihaldi vörn gegn UVA og UVB geislum með varnarþátt 15 eða hærra. Sólarvörn er einnig hægt að finna í mörgum húðvörum og snytirvörum sem við notum daglega.

3. Ekki vera of lengi í sólinni. Í sólinni framleiðir húðin litarefnið melanín sem er náttúruleg sólarvörn húðarinnar. Eftir tvo til þrjá tíma í sólinni hættir húðin að framleiða melanín og líkur á alvarlegum húðskaða eykst. Best er að takmarka tíma í sólinni og geta 15 mínútur á dag verið nóg til að ná smá brúnku og örva framleiðslu á D-vítamíni.

4. Borðaðu gulrætur. Rannsóknir hafa sýnt að beta-karóten eykur framleiðslu melaníns í líkamanum, efnis sem er að finna í gulrótum. Gulrætur geta því aukið varnir líkamans fyrir sólinni, þó það þýði alls ekki að þær geti komi í stað sólarvarnarkrema.

5. Forðastu sólina milli klukkan 11 og 15 þegar hún er hæst á lofti og útfjólublá geislun nær hámarki.

Greinin birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans

SHARE