Hjartnæm saga föðurs til sonar

Sagan er af föður sem er fullur eftirsjár vegna þess hvernig hann hefur komið fram við strákinn sinn, án þess að gera sér grein fyrir því.
Gott að hafa í huga nú þegar sumarfríið stendur yfir og börnin ekki í rútínunni sinni.

Hlustaðu sonur, ég segi þetta við þig á meðan þú sefur, önnur litla höndin þín krumpuð undir kinn og ljósar krullurnar í lokkum, límdar við rakt enni þitt. Ég læddist inn í herbergi þitt einn. Fyrir aðeins nokkrum mínútum sat ég og las blaðið í bókaherberginu, stór alda eftirsjár gustaði yfir mig. Vegna sektarkenndar kom ég að rúmstokk þínum.

Þetta er það sem ég hef verið að hugsa sonur minn: Ég hef verið harður við þig. Ég skammaði þig á meðan þú klæddir þig fyrir skólann vegna þess að þú þreifst andlit þitt ekki nógu vel. Ég refsaði þér fyrir að halda skónum þínum ekki hreinum. Ég öskraði reiðilega á þig þegar þú hentir einhverju af dótinu þínu á gólfið.

Við morgunmatinn sá ég líka margt að. Þú helltir niður. Þú tuggðir ekki matinn þinn nógu vel. Þú settir olnbogana á borðið. Þú smurðir of miklu smjöri á brauðið. Þegar þú byrjaðir að leika þér og ég gerði mig tilbúinn að ná lestinni snerir þú þér við, veifaðir mér og kallaðir „Bless pabbi!“ og ég setti í brýrnar og kallaði á móti, „Stattu með beint bak drengur!“

Síðan hófst þetta allt saman aftur seinnipartinn. Þegar ég gekk upp götuna tók ég eftir því að þú sast á hækjum þér að leika með marmarakúlur. Það voru göt á sokkabuxunum. Ég niðurlægði þig fyrir framan vini þína með því að ýta þér á undan mér að húsinu. Sokkabuxur voru dýrar og ef þú þyrftir að kaupa þær sjálfur værir þú mun varkárari! Reyndu að hugsa það út frá hlið föður, sonur sæll!

Mannstu svo síðar þegar ég var að lesa í bókaherberginu, þegar þú komst hæglátur, með sársaukafullt augnaráð? Þegar ég leit á þig yfir blaðið mitt, óþreyjufullur yfir að hafa verið truflaður, þú hikaðir í dyragættinni. „Hvað viltu?“ hreytti ég til þín.

Þú sagðir ekkert en hljópst til mín á stökki og hentir örmum þínum utan um hálsinn á mér og kysstir mig, og litlu handleggir þínir kreistu mig af ástúð sem Guð einn hefur ræktað í hjarta þínu og ekki einu sinni vanræksla mín gat skemmt. Og síðan varstu farinn, hljópst upp stigann.

Þér að segja kæri sonur þá var það stuttu síðar sem blaðið rann úr höndum mér og hræðilegur ótti hríslaðist yfir mig. Hvað hefur ávaninn verið að gera mér? Ávaninn að sjá alltaf galla, að áminna – þetta voru verðlaun mín til þín fyrir að vera strákur. Það var ekki vegna þess að ég elskaði þig ekki, það var vegna þess að ég ætlaðist til of mikils af æsku þinni. Ég var að mæla þig út frá mælistiku míns eigin þroska.

Og það var svo margt sem var gott, flott og einlægt í fari þínu. Litla hjartað þitt var eins stórt og sólarlagið sjálft yfir breiðar hæðarnar. Þetta sýndir þú með skyndilegri þörf þinni til að flýta þér inn og kyssa mig góða nótt. Það er ekkert annað sem skiptir máli í kvöld sonur minn. Ég hef komið að rúmstokk þínum í myrkrinu og er hér á hnjánum, skömmustulegur!

Þetta er veik beiðni um fyrirgefningu; ég veit að þú munt ekki skilja þetta ef ég segi þér þetta á meðan þú vakir. En á morgun ætla ég að vera alvöru pabbi! Ég mun leika við þig og þjást þegar þú þjáist og hlægja þegar þú hlærð. Ég mun bíta í tungu mína þegar óþolinmóð orð koma í huga mér. Ég mun endurtaka í sífellu: „Hann er aðeins strákur – lítill drengur!“

Ég er hræddur um að ég hef horft á þig eins og fullorðinn mann. En nú þegar ég horfi á þig sonur, krumpaður og þreyttur í rúminu þínu, sé ég að þú ert ennþá lítið barn. Það var bara í gær sem þú varst í örmum móður þínnar með höfuðið á öxl hennar. Ég hef krafist of mikils, of mikils.

Faðir gleymir (Father forgets) – eftir W. Livingston Larned

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here