Hlutverkaskipti í fjölskyldum – Þjóðarsál

Þessi grein var send af lesanda inn í þjóðarsálina.

Langar að koma einu á framfæri sem mér finnst svolítið furðulegt að enn tíðkist í dag.
Ég held að fjölskyldan mín sé fjarri því að vera ein svona á Íslandi.
Fjölskyldan mín samanstendur af mér tvítugri stelpu, tveimur bræðrum og einni systur sem er 15 ára og mömmu okkar og pabba.
Annar bróðir minn er fluttur að heiman með kærustu sinni en annars búum við þrjú systkinin enn heima.

Það sem ég fór að velta fyrir mér um daginn er hvernig öllu er háttað innan heimilisins.
Ég fór að spá í þessu vegna innleggs sem ég sá á netinu sem var tengt femínisma og hlutverkjum kynjanna.

Heima hjá mér hefur það ávalt verið þannig að kvenfólkið í fjölskyldunni gengur frá eftir matinn.
Karlmennirnir setjast fyrir framan sjónvarpið eða finna sér aðra slíka afþreyingu.
Þetta telst mjög eðlilegt og hefur aldrei verið sett út á.
Aldrei hafa þeir heldur boðist til þess að hjálpa eða hreinlega sjá um að ganga frá.
Bróðir minn sem ekki býr heima og kærasta hans koma gjarnan í mat og þá hjálpar kærastan hans að raða í uppþvottavélina og önnur störf til að ganga frá og gera fínt eftir matinn og taka til eftirmat ef svoleiðis er í boði.

Ef það hefur verið nefnt að pabbi minn og bræður gangi frá eða sjái um matinn þá er það ávallt í gríni sagt.

Ég held ég sé ekki að gera stórmál úr þessu en mér finnst þetta einkennilegt árið 2013.
Áður fyrr gerðu konur þetta og aðeins þetta. Þegar ég segi aðeins er ég ekki að gera lítið úr þeim verkum að sinna börnum, elda mat og þrífa og allt því sem tengist heimils haldi. Heldur er ég að meina að í dag vinna langflestar konur úti, eru í skóla eða því um líkt.
Því finnst mér furðulegt að við konur sem höfum unnið allan daginn, átta klukkustunda vinnudag og jafn marga tíma og karlmenn heimilisins ættum að koma heim og sjá alltaf um að elda matinn og gera klárt fyrir það, svo er staðið upp frá borði án þess að nokkur karlmaður taki og setji eftir SJÁLFAN sig í uppþvottavélina teljist eðlilegt. Það er gert stöku sinnum en það er afar sjaldgæft.

Þessi bróðir minn sem ekki býr heima er með tvö börn og eins og eðlilegt er þá eru börn orðin pirruð á þessum tíma, sem maturinn er.
Aldrei dettur þeim í hug að sinna þeim þá í það minnsta meðan við konurnar göngum frá.

Ég skora á ykkur ef hlutverkum er skipt svona heima hjá ykkur að segja frá því. Mér þætti fróðlegt að heyra frá fleirum.
Hvort þetta sé svona á öðrum og hvort þessa sé svona á mörgum heimilum.

Ég er ekki ein af þeim sem er barnlaus og búin að ,,ákveða‘‘ hvernig börnin mín verða alin upp og þess háttar en það er alveg pottþétt að þegar ég mun eignast mann þá verða hlutverkum ekki skipt svona.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here