Howard var 12 ára þegar hann gekkst undir lóbótómíu aðgerð – Heimildarmynd um ævi hans

Howard Dully fæddist þann 30. nóvember,1948. Hann er ein yngsta manneskja í heimi sem gekkst undir lóbótómíu aðgerð eða hvítuskurð en hann gekkst undir aðgerðina þegar hann var aðeins 12 ára gamall. Fyrir þá sem ekki vita var þessi aðgerð vinsæl en umdeild á árum áður en aðgerðin sem Howard gekkst undir var gerð á fjölda manna og meðal þeirra sem gengust undir aðgerðina voru þunglyndir, fólk með áráttuhegðun, fólk með geðhvarfasýki og jafnvel, eins og virðist vera í tilviki þessa manns, börn sem áttu við hegðunarvandamál að stríða og fengu “greiningu.”

Aðgerðin var gerð á heila fólks og hafði alvarlegar afleiðingar fyrir marga. Gerð hefur verið heimildarmynd um líf Howards og hann hefur gefið út bókina “My lobotomy” Þar sem hann segir sögu sína. Howard gagnrýnir þá þróun að börn eru greind með ýmsa sjúkdóma og fá þannig á sig stimpil. Hann talar um lyfin sem börn fá í dag og veltir því fyrir sér hvort það sé ekki oft til í dæminu að það sé hægt að fara aðrar leiðir en að gefa börnum lyf.

Walter Freeman var læknirinn sem gerði þessa aðgerð á fjölda fólks og hann virtist vera mjög æstur í að greina fólk með hina ýmsu sjúkdóma. Í hans huga var eitt lyf við þeim – Lóbótómía. Walter greindi Howard með geðklofa þrátt fyrir að aðrir læknar hafi ekki verið á sama máli, aðrir læknar sögðu hinsvegar að hann væri ekki geðveikur. Læknirinn sannfærði þó foreldra hans og drengurinn gekkst undir aðgerðina, án þess að vita hvað hann átti í vændum. Þetta er áhugaverð saga:

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”q1-aCbnc4fg”]

Hér er svo myndband um lækninn og aðgerðina sjálfa:
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”_0aNILW6ILk”]

SHARE