“Hreinlega hættulegt að láta börn gráta þangað til þau gefast upp”

Ef þú heldur að barnið þitt sofi alla nóttina verð ég að segja þér- þó að mér þyki það leitt- en barnið þitt sefur ekki alla nóttina. Sastu kannski og horfðir á barnið þitt sofa í 8 tíma- og það vaknaði aldrei? Þetta gerir auðvitað enginn. Ungbörn vakna. Sum gráta. Ef til vill eru þau bara róleg og sofna aftur nema þau séu blaut eða svöng. En ef þau vakna og þú lætur barnið bara gráta í vöggunni ertu ekki á góðri leið.

Grátur af þessu tagi hefur tilfinningaleg, andleg og líkamleg áhrif og hann leysir engin mál þegar upp er staðið. Og við vitum öll að uppeldi barna er ekki eitthvað skammtíma verkefni, börnin okkar eru með okkur alla ævi. Það sem við gerum eða gerum ekki getur haft slæm áhrif á þau alla okkar ævi  og því þá ekki að taka á honum stóra sínum og reyna að standa sig frá byrjun?

 

Sarah Ockwell-Smith  talar um eitthvað sem hún kallar „ grátur undir stjórn“  á bloggsíðu sinni. Hún telur þessa aðferð skárri en að láta barnið gráta þangað til það gefst upp en telur það þó hreinlega hættulegt.

Sumir telja að þeir geri barninu gott með því að láta það bara gráta meðan það lifandi getur. Slíkir foreldrar hljóta að eiga hlutabréf í einhverju fyrirtæki sem framleiðir eyrnatappa eða búa á allt öðru svæði í húsinu en barnið. Grátur undir stjórn er álíka góð leið og hórumang. Það getur vel verið að þér þyki þetta ágætt þá stundina en sektarkenndina og óbragðið í munninum losnar þú ekki við.

 

Grátur er grátur, hvað sem hver segir. Grátur er bara góður ef þú ert að gráta af því að kærastinn sagði þér upp og svo stöðvast vatnsflóðið þegar þú áttar þig á því að þú varst heppin að losna við hann. Ungbörn hafa ekki enn öðlast þennan skilning og þess vegna er grátur þeirra aldrei góður.

 

Sarah segir líka á bloggsíðunni sinni að það sé gott fyrir börn að vakna á nóttinni.  Já, gott og á margan hátt lífsnauðsynlegt.  Það getur einfaldlega skipt sköpum að barnið vakni af og til á nóttunni. Það gæti komið í veg fyrir vöggudauða, orðið til þess að barnið fái næringu þegar það þarf að fá hana og jafnar hitann í líkamanum.

Þó að nóg sé til af upplýsingum um hve slæmt það er fyrir börnin að gráta langtímum saman eru samt enn einhverjir foreldrar sem gera það og halda það sé ágætt. En foreldrum sem þannig fara að og halda að þeir hafi kennt barninu sínu að sofa á nóttunni  með því að láta það bara gráta dálítið hressilega er bent á, að þau geta lent í meiri háttar vandræðum með börnin sín seinna meir. Barninu getur fundist það hvergi eiga skjól og andleg og líkamleg heilsa þess verður ekki góð. Streita er slæmt ástand, mjög SLÆMT ástand. Hún kemur fólki í gröfina fyrir aldur fram.  Af hverju er fólk þá að láta börnin sín gáta eða „gráta undir stjórn“ þega það veldur streitu bæði hjá foreldrum og barni?  Svo getur barnið þitt bara farið að vakna á nóttinni þegar það verður svolítið eldra! Það tekur því ekki að vera með þennan fyrirgang út af svefnvenjum barnsins meðan það er svona ungt!

Hvað eiga þá þreyttir foreldrar að gera? 

Þraukið þið bara. Auðvitað tekur það á. Margir nýbakaðir foreldrar fá lítinn svefn. En fólk lifir þetta af. Standið með barninu ykkar þegar það þarf á ykkur að halda. Þar kemur sögu á lífsferli ykkar að þið þurfið ekki að fara fram úr á þriggja tíma fresti- að minnsta kosti ekki fyrr en barnið er orðið táningur og er enn úti á bílnum ykkar og átti fyrir löngu að vera komið heim. Barnið ykkar vex og svefnvenjur breytast. Ef þú vaktir með barninu þínu þegar  það þurfti á þér að halda skaltu fá þér bolla af kaffi og þú hefur þetta af!  Ef barnið þitt er eitt grátandi í vöggunni sinni er eingin von til þess að það njóti góðs nætursvefns. Þér þykir of vænt um barnið þitt til að láta það viðgangast.

 

Heimild: Grein eftir Michele Zipp, íslenskuð af Hún.is

Hér er rannsókn sem gerð var og tengist þeirri aðferð að láta börn gráta sig í svefn.

Mælum með bókinni Árin sem enginn man og hér er heimasíða sérfræðingsins Söruh Ockwell-Smith, sem vitnað er í í greininni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here