Hringir í Bill Clinton og biðst afsökunar

Við sögðum ykkur frá því hérna í gær að Justin Bieber gerði sér lítið fyrir og pissaði í skúringarfötu á vínveitingastað í New York fyrr á þessu ári og sprautaði hreinsiefni á mynd af Bill Clinton og sagði „Fu** Bill Clinton“.

Drengurinn hefur eitthvað séð af sér því hann hringdi, samkvæmt áreiðanlegum heimildum slúðurfréttastöðvarinnar E!, í Bill sjálfann og baðst afsökunar á þessum orðum sínum. Viðbrögð Bill voru víst þau að hann sagði: „Ef þetta er það versta sem þú hefur gert ertu í góðum málum.“

Það væri nú líka gott ef Justin myndi hringja í veitingastaðinn líka og biðjast afsökunar þar, fyrir að pissa í skúringafötuna.

SHARE