Hún fórnaði lífi sínu fyrir barnið sitt – Myndband

Hugsið ykkur að lenda í þeirri aðstöðu að þú þarft að velja á milli þess að eyða fóstrinu sem þú gengur með og hugsanlega bjarga þínu eigin lífi, eða ganga með barnið og mjög líklega deyja eftir það. Það er óhugsandi! Það var samt eitthvað sem Elizabeth Joice þurfti að gera.

Fyrir fjórum árum sigraðist Elizabeth á krabbameini með því að fara í gegnum 4 lyfjameðferðir, aðgerð og enn fleiri lyfjameðferðir. Læknarnir sögðu henni þá að hún gæti ekki orðið ófrísk eftir þetta en Elizabeth og eiginmaður hennar, Max, reyndu samt og eftir 3 ár varð hún ófrísk.

Aðeins mánuði eftir að Elizabeth komst að því að hún væri barnshafandi, fengu þau hjónin að vita að krabbameinið hafði tekið sig upp aftur og hún þurfti að fara í aðgerð til að láta fjarlægja æxli. Vegna óléttunnar gátu læknarnir hinsvegar ekki komist að því hvort krabbameinið hafði dreift sér og þá hvert.

Dóttir þeirra Elizabeth og Max kom svo í heiminn í janúar en hún var tekin snemma með keisaraskurði. Þá kom í ljós að krabbameinið hafði dreift sér hratt og var komið í hægra lunga Elizabeth og í hjartað hennar. Hún fékk bara örfáar vikur sem móðir en hún lést 9. mars. Hún fékk bara einn dag, heima, með manninum sínum og dóttur. „Við kvöddumst og þetta var bara eins og í bíómynd. Við sátum saman og grétum og reyndum að segja hvort öðru sögur og tala um eitthvað skemmtilegt,“ segir Max.

Screen Shot 2014-04-02 at 3.29.40 PM

Elizabeth valdi að ganga frekar með stúlkuna sína, sem var skírð Lily, heldur en að hætta meðgöngu til þess að fara í lyfjameðferðir. Kannski áleit hún að líkurnar á því að hún myndi sigrast á krabbameininu væru minni heldur en líkurnar á því að Lily myndi eiga heilbrigða og góða ævi. Hvað veit maður?

Max segir líka: „Töfrar Liz smituðust yfir á Lily. Hún er falleg og ótrúleg og gefur mér þann styrk sem ég þarf til að komast í gegnum þetta.“

SHARE