Hún slapp úr fangelsi árið 1977 – Var handtekin nú fyrir skemmstu

Hún Judy Lynn Hayman hefur verið handtekin, 36 árum eftir að hún slapp úr fangelsi í Michigan. Hún var, á sínum tíma, dæmd fyrir þjófnað, þá 23 ára gömul,  og átti að vera í fangelsi í 16- 24 mánaða fangelsi. Judy var búin að sitja í fangelsi í 10 mánuði þegar hún flúði.

Núna fyrir stuttu síðan fannst Judy Lynn, 60 ára gömul í San Diego, en hún hafði tekið sér upp nafnið Jamie Lewis. Hún var handtekin og viðurkenndi að lokum að hún væri Judy Lynn.  Hún verður nú framseld til Michigan.

Nágranni Judy segir að hún hafi alltaf verið með ofsóknaræði og lifði mjög rólegu og einangruðu lífi. Hún á 32 ára son sem virtist koma af fjöllum þegar móðir hans var handtekinn.

 

Myndin hér að ofan er af Judy þegar hún var handtekin árið 1976.

 

SHARE