Adonis Rodrigeuz (21) og Heather McGillion (24) kynntust í Dóminíska lýðveldinu þegar þau voru að vinna við að skemmta túristum. Þau urðu ástfangin og byrjuðu saman og gerðu stór plön fyrir framtíðina.
Adonis og Heather
Heather varð ófrísk og fór tímabundið til heimalands síns, Englands, til að fæða barnið. Adonis gat ekki farið með svo hann varð eftir í Dóminíska lýðveldinu og ætlaði að undirbúa heimkomu Heather og barnsins.
Adonis var hinsvega ekkert að gera það heldur var hann kominn í annað samband og gekk í hjónaband á meðan Heather var í burtu. Heather var hálfnuð með hríðirnar þegar hún fær senda mynd frá vini sínum af Adonis með aðra konu í fanginu, klædda í brúðarkjól.
„Þegar ég opnaði skilaboðin leið mér eins og ég hefði orðið fyrir strætó,“ segir Heather í samtali við Metro í Englandi. „Adonis hélt utan um aðra konu og hún var í brúðarkjól. Ég skildi þetta ekki og því meira sem ég hugsaði um þetta, því fáránlegra fannst mér þetta. Við höfðum bara verið aðskilin í nokkrar vikur og það var ekki séns að Adonis hefði hitt aðra konu og skipulagt brúðkaup á innan við mánuði.“
Heather segist ekki hafa fattað það alveg strax hvaða kona þetta væri en svo sá hún að þetta var Julia. Julia var þýskur ferðamaður sem hafði komið á hótelið sem Adonis og Heather unnu á. Ári áður höfðu Adonis og Julia orðið vinir á Facebook og Heather vissi að þau voru að senda hvort öðru skilaboð. Það var ekkert kynferðislegt við skilaboðin en Heather var samt óörugg gagnvart þessu öllu.
„Adonis sannfærði mig um að ekkert væri í gangi og þegar ég varð svo ólétt gleymdi ég þessu alveg,“ segir Heather.
Þegar Heather spurði Adonis út í þetta í gegnum síma, urðu hlutirnir bara enn flóknari. Hann viðurkenndi að hafa gifst Juliu en sagðist bara hafa gert það til að fá dvalarleyfi.
„Julia var mjög ólík sér á myndunum, frá þeirri konu sem ég hafði séð á Facebook. Hún var orðin miklu líkari mér. Hún var búin að grennast og lita hárið á sér eins og á mér en hún er hrukkóttari en ég.“ sagði Heather. „Þegar ég hringdi í Adonis og spurði „Af hverju er Julia í brúðarkjól?“ þá kom bara löng þögn og svo sagði hann bara: „Heather mér þykir þetta svo leitt“. Þá skellti ég á og hágrét.“
Adonis hafði verið að hitta Julia í marga mánuði og logið því að Heather að hann væri með nýja vinnu á öðru hóteli. Julia hafði komið 4 sinnum frá Þýskalandi til að hitta hann og Heather telur að þau hafi verið löngu búin að ákveða að gifta sig þegar hún væri komin aftur til Englands.
„Julia vissi allt um okkur og að við ættum von á barni,“ segir Heather, en hún flutti aftur til Dóminíska lýðveldisins með son sinn. Adonis fær að heimsækja hann en móðir Heather er hjá henni en hún er hætt að vinna.
„Mér líður eins og kjána að hafa treyst Adonis en það voru bara engin merki um að ég ætti ekki að geta treyst honum. Hann kom mjög vel fram við mig og var svo spenntur yfir því að við værum að fara að eiga barn. Ég trúi því varla ennþá að þetta hafi gerst. Adonis lét mig halda að við yrðum saman að eilífu en á meðan ég var að eiga, giftist hann annarri konu,“ segir Heather að lokum.