Maður nokkur sem var nappaður með vændiskonu sagði lögreglunni að hún hafi verið að hjálpa sér að velja tómata.

 

Mohammad Ikhlaq, kvæntur  maður og fjögurra barna faðir bauð upp á þessa sérstöku skýringu þegar lögrelgan sá vel þekkta vændiskonu í bíl hans, en hann hafði brugðið sér frá til að ná í peninga úr hraðbanka.

Maðurinn sem var með þetta frábæra hugmyndaflug er fangelsisstarfsmaður og fullyrðir enn að hann hafi bara beðið konuna að sýna sér hvar hann gæti keypt bestu tómatana. En hann var samt tekinn fastur, ákærður  og dæmdur fyrir vændiskaup.

Sektin og málskostnaður sem honum var gert að gjalda nam liðlega 1000 pundum.

Lögreglustjórinn sem sá um málið sagði að hann hafi oft heyrt frumlegar afsakanir sem fólk upphugsar þegar það er ákært fyrir afbrot en að reyna að skýra glæpi með tómatakaupum sé alveg sér á parti. „Þessi maður er hórmangari – athæfi sem á ekkert skylt við að borða góða tómata“.

SHARE