Hún var sú eina sem hann átti að

Þú gætir haldið að þetta séu afi og barnabarn hans á þessari mynd hér fyrir ofan, en svo er ekki. Maðurinn heitir Bob og konan heitir Dena og er lögreglukona. Þau kynntust fyrir tveimur árum þegar lögreglan var kölluð í búð þar sem Bob var og enginn virtist vita hvernig ætti að aðstoða hann.

Á Facebooksíðu lögreglunnar í Georgia var sögð saga þeirra:

Lífið hefur ekki verið auðvelt fyrir Bob.

Hann hefur verið einn síðan hann var lítill og á enga fjölskyldu svo vitað sé til.

Hann var heimilislaus mest alla ævina og fékk svo heilablóðfall sem gerði það að verkum að hann gat ekki talað.

Líf hans hefur verið áfall eftir áfall í bland við fátækt og einmanaleika. 

Þegar Dena kom í verslunina og hitti Bob skynjaði hún að hann þurfti á hjálp að halda og bauðst til að fara með hann heim svo hann gæti sýnt henni hvað hann vildi. 

Dena fékk virkilegt sjokk þegar hún sá hvernig Bob bjó. Hún fór að kenna honum allskyns sjálfsagða hluti eins og að henda ruslinu í tunnuna frekar en á gólfið. Hún gaf honum að borða og þreif litlu íbúðina hans reglulega. 

Hún sóttist eftir því að verða skráð sem nánasti aðstandandi Bob og fékk það í gegn. Hann hefur verið á spítala síðan í maí og Dena hefur litið eftir honum þar. Hann þurfti svo að fá líknandi meðferð og Dena hélt í hönd hans og sagði honum margoft hvað hún elskaði hann mikið. Það má alveg búast við að hann hafi aldrei áður heyrt orðin: „Ég elska þig“. 

Þann 17. júlí síðastliðinn lést Bob.

Það er með miklum trega sem við tilkynnum að Bob lést í dag. Þó að dauðinn sé alltaf sorglegur þá er það ástin og samkenndin sem Dena sýndi Bob, sem situr eftir og við vitum að hann er kominn á betri stað. 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here