Hundur drap 5 ára dreng

5 ára lítill drengur sem hafði lifað af hvirfilbylinn í Oklahoma lést af sárum sínum síðastliðinn mánudag, eftir að hundur vinafólks réðst á hann. Hundinn átti fjölskylduvinur sem drengurinn bjó hjá eftir hvirfilbylinn í Oklahoma í maí.

Drengurinn hafði verið að klæða sig í skó, grátandi þegar hundurinn réðst á hann. Hundurinn, sem er af tegundinni Bullmastiff, gæti hugsanlega hafa litið á grátandi barnið sem ógn. Konan sem var að passa drenginn reyndi að róa hann niður og hugga hann þegar hundurinn réðst á hann. Konan reyndi að aðskilja hundinn og barnið en án árangurs.

Drengurinn var fluttur á spítala þar sem hann var úrskurðaður látinn. Barnið hlaut mikla höfuðáverka og djúp sár á hnakka. Hundurinn hljóp að heiman eftir atvikið en hefur nú verið aflífaður.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”Z-M6VuT3LQY”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here