Hunter í samstarfi við rag&bone hafa tekið höndum saman og framleitt þessa nýju línu af gúmmístígvélum fyrir haust og vetur 2013/14   Útkoman er hreint út sagt geggjuð, stíll af klassísku Hunter ásamt handverki frá rag&bone, grófar sylgjur og rennilásar.   Rag&bone kemur hérna með New York stíll beint inn í breska íhaldið hjá Hunter.  Rag&bone hönnun er í miklu uppáhaldi hjá stjörnum eins og Cameron Diaz, Gwen Stefani, Gwyneth Paltrow og Cara Delevingne og eiga þær sjálfsagt eftir að sulla í einhverjum pollum í þessum stígvélum. 

Þú getur smellt hér til að panta þetta takmarkaða upplag frá Hunter + rag&bone

hu6

SHARE