Húsráð – Þrif á heimilinu gerð ódýrari

Screen shot 2013-07-18 at 13.49.52

Í stað þess að eyða miklum peningum í klósetthreinsi hefur það reynst ótrúlega öflugt og alls ekki síðra að nota Coke til þess að þrífa salernisskálina. Það er ótrúlega oft sem eitthvað smá verður eftir í flöskunni sem verður flatt og er þá um að gera að hella því ofan í salernið og leyfa því aðeins að vera í skálinni áður en þú notar klósettburstann á hana og sturtar niður.

Screen shot 2013-07-18 at 13.50.07

Ræstikrem og önnur krem til að þrífa króm á baðherbergjum kosta alveg skildinginn en ef þú átt sítrónu í ísskápnum þá er mjög gott að skera hana í tvennt og nudda henni svo á krómið. Kísillinn hverfur eins og dögg fyrir sólu!

Screen shot 2013-07-18 at 13.50.27

Á stálpönnur er gott að nota meðalgróft salt og mjúkan svamp og nudda pönnuna. Saltið dregur í sig fitu og óhreinindi og svo þarf bara að skola og þurrka pönnuna.

Screen shot 2013-07-18 at 13.50.41

Ef þú ert með þvott sem vill bara ekki verða hvítur þá er eitt gamalt og gott húsráð sem virkar. Notaðu stóran pott og settu vatn í hann hálfan og skerðu nokkrar sneiðar af sítrónu og settu út í. Fáðu suðuna upp og slökktu þá undir pottinum. Settu hvíta þvottinn út í pottinn og leyfðu því honum að liggja í pottinum í svona klst. Svo má setja þetta í venjulegan þvott í þvottavélinni.

SHARE