„Hvað er eðlilegt typpi?” – Rannsókn sviptir hulunni af reðurlengd karla

Vísindin virðast svör hafa við öllu; nú hefur ítarleg rannsókn leitt í ljós að meðallimurinn er 13.2 cm á lengd í fullu risi og 11.5 cm að ummáli – ef marka má niðurstöður úrtaks sem náði til 15.000 karlmanna um víða veröld, en meðallimurinn er 9.2 cm að lengd og 9.1 cm í þvermál í hvíldarstöðu.

15.521 karlar á aldrinum 17 til 90 ára girtu niður um sig í þágu vísindanna

Þetta sýnir ein viðamesta rannsókn sinnar tegundar sem framkvæmd hefur verið og birtist fyrir skömmu í fagritinu BJU International journal of urology en niðurstöðurnar spanna allar áður útgefnar tölfræðirannsóknir og upplýsingar sem gefnar hafa verið út áður og taka á reðurstærð og ummáli karlmannsreðra. Þannig spannar rannsóknin upplýsingar um reðurstærð karla á aldrinum 17 til 90 ára – frá öllum heimshornum – á talsvert löngu tímaskeiði.

.

average-penis-size1

.

Allar mælingar voru framkvæmdar af þrautþjálfuðu fagfólki

Tilgangur rannsóknarinnar var sá að gera þeim gríðarlega fjölda karla sem glíma við ótta við reðursmæð að yfirstíga vandann og mynda sér raunhæfar skoðanir á því hvað eðlilegt má teljast – en allar mælingar sem framkvæmdar voru á körlunum víðsvegar um heim, voru framkvæmdar af þjálfuðu fagfólki.

.

insecurity

 .

Reðurkomplexar karla geta ýtt undir sjálfsmorðshugsanir

Ótti við reðursmæð hrjáir fjölmarga karla, sem þjakaðir af skelfingu eru svo sannfærðir um að getnaðarlimur þeirra sé of smár í sniðum – þeir séu með öðrum orðum, með alltof lítið typpi – að einhverjir þeirra taka að hneigjast til þráhyggju, iðka andfélagslega hegðun, leiðast til þunglyndis og íhuga jafnvel sjálfsmorð.

.

Penis-Enlargement-Exercises2

.

Aðeins 2.3% karla eru með afbrigðilega lítið typpi …

Sannleikurinn er þó sá að einungis 2.3% karla eru með afbrigðilega lítið typpi (samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar) og sambærilegur hlutfall karla er með risadrjóla. Það gerir ríflega 95% karla sem eru meðalmenn að stærð og vexti og því með eðlilegt typpi.

Christian-Louboutin-2012-Women-s-Measuring-Tape-Sandal-Colorful-model-1000257

Engin tengsl eru á milli skóstærðar og ummáls getnaðarlims

Rannsóknin spannaði 15.000 þáttakendur sem allir girtu niður um sig á meginlandi Evrópu, Asíu, Afríku og í Bandaríkunum – en rannsóknin sýndi einnig fram á að engin tengsl eru milli glæsileika reðurs og kynþáttar. Þá virðast engin tengsl milli skóstærðar karla og lengd getnaðarlims, hverju sem kerlingabækur halda fram.

penis_enlargement

 Niðurstöður gætu ollið stórhuga körlum kynferðislegum vonbrigðum

Að lokum má geta þess að niðurstöðurnar koma að verulega góðum notum fyrir þá sérfræðinga sem hafa karla til meðhöndlunar – þá sem glíma við ótta við reðursmæð. Þó er einnig hætta á að þeir karlar sem eru yfirmáta ánægðir með eigin getnaðarlim geti orðið fyrir vægu áfalli þegar upp fyrir þeim rennur að limur þeirra er ekkert tröll að vexti, heldur ósköp eðlilega áskapaður.

Þá vitum við það; smágerðar hendur hafa EKKERT með karlmennsku að gera.

Tengdar greinar:

9 leiðir til að veita HONUM betri munnmök

Limurinn – staðreyndir sem þú vissir ekki um jafnaldrann

Hvað er málið með standpínur?

SHARE