Hún heitir Lola og er einungis 15 mánaða gömul, en lætur smæðina ekki standa í vegi fyrir sér. Þvert á móti er Lola, sem er írsk, uppátækjasöm, hugmyndarik og afar hugrökk ung stúlka sem hikar ekki við að segja föður sínum til syndanna, sýnist henni svo.

Myndbandið sem má sjá hér að neðan hefur slegið algerlega í gegn á YouTube, en hátt í 4 milljónir notenda hafa nú skoðað, deilt og hlegið að vitleysunni í þeim feðginum – þar sem Lola er staðráðin í að verja sinn stað ofan á sjónvarpsborðinu meðan hinn ráðalausi Gareth, sem er faðir stúlkunnar, reynir að verja heiður sinn sem húsbóndi heimilisins.

Litlu virðist skipta þó Lola kunni ekki enn að tala – orðin flæða fram og stúlkan segir föður sínum að halda sig á mottunni – á sinu eigin tungumáli sem enginn skilur nema hún sjálf.

Engum sögum fylgir af því hvernig Lola litla komst svo upp á sjónvarpsborðið, en eitt er víst – mikill leiðtogi er fæddur:

Tengdar greinar:

Barn fær gleraugu og sér mömmu í fyrsta sinn

Ofþjálfaður björgunarhundur „bjargar“ barni (pínir barn á land)

6 ára drengur rekinn úr skólanum fyrir kynferðislega áreitni

SHARE