Líffæri okkar og líkami geta sent mikilvæg skilaboð um heilsu okkar og ástan. Húðin okkar er stærsta líffæri líkamans og hún getur sagt okkur mikið um það sem líkami okkar er að berjast við.
Kínverjar trúa því að svæði í andlitum okkar lýsa í raun og veru ástandi ákveðinna líffæra, svo fundið var upp kort, sem getur hjálpað þér að vita hvar líkami þinn er í vandræðum. Samkvæmt þeirra kenningu koma útbrot, erting eða bólur á þessum svæðum og þykir það vera merki þess að eitthvað sé í ólagi í líkama þínum.
1. Enni – Smáþarmar og þvagblaðra
Of mikill sykur, of mikið áfengi og mikið stress, geta valdið garna- og blöðruvandamálum.
Til að lækna þess vandamál, verður þú að borða meira af hráu fæði, drekka mikið vatn og forðast áfengi.
2. Milli augabrúnanna – Lifrin
Þetta getur verið vegna þess að þú borðar of mikið af kjöti eða að þú ert með óþol fyrir vissum fæðutegundum.
Til að leysa þetta vandamál, mæla sérfræðingar með að þú breytir mataræði þínu. Byrjaðu að borða meira ferskan og hollan mat, hreyfðu þig, eins og til dæmis yoga og farðu í hugleiðslu.
3. Í kringum augabrúnir – Nýru
Áfengi og reykingar geta vissulega valdið nýrnavandamálum. Skemmd nýru valda skertu blóðflæði og veikja hjartað.
Hættu að drekka áfengi og drykki sem innihalda mikinn sykur. Drekktu meira vatn og ferska safa.
Sjá einnig: Andlitið kemur upp um duldar kynlanganir
4. Nef – Hjarta
Slæm blóðrás, mengað loft, bólginn magi og loft – Allt þetta getur haft slæm áhrif á heilsu hjarta þíns. Hár blóðþrýstingur getur líka valdið hjartavandamálum.
Kannaðu kólestrólmagnið og blóðþrýstinginn eins oft og þú getur. Byrjaðu að drekka lífrænt grænt te, því það mun hjálpa til við að hreinsa líkamann af uppsöfnuðum eitrum í líkama þínum. Hreyfðu þig.
5. Neðri hluti kinna – Lungu
Lungnavandamál geta orðið vegna mengunar, astma og reykinga.
Ef þú reykir, þá ættirðu að hætta því ef þú vil eiga heilbrigð lungu. Reyndu að halda þig frá menguðum stöðum.
6. Kinnar – Lungu og nýru
Að innbyrgða of mikinn sykur, reykingar, óhollt mataræði, stress og álag geta valdið lungna- og nýrnavandamálum.
Byrjaðu að borða hollan mat og haltu þig frá skyndibitum.
Sjá einnig: Hvað gerir svefn fyrir andlit þitt? – Myndband
7. Munnur og haka – Magi
Koffein, áfengi og matur sem inniheldur mikinn sykur getur sett maga þinn í ójafnvægi. Álag og of lítill svefn geta einnig valdið magavandamálum.
Haltu þig frá mikið unnum mat. Borðaðu mikið af ávöxtum og grænmeti og drekktu mikið vatn.
8. Kjálki og háls- Hormónar
Of mikið koffín og of mikið salt getur valdið hormónaójafnvægi.
Minnkaðu kóffíninntökuna, minnkaðu saltið í matnum þínum og drekktu mikið vatn.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.