Hvaða starf hentar hverju stjörnumerki? – Meyjan

Það er alltaf gaman að lesa allskyns um stjörnuspeki. Maður hefur eitthvað svo lúmskt gaman að því, sérstaklega ef manni finnst það eiga við mann og þá sem maður þekkir.

Meyjan (23. ágúst – 22. september)

Meyjan er með mikla fullkomnunaráráttu. Hún er með frábært minni og notar það við að skipuleggja sig í þaula.

Starf: Meyjan er góð í því að vinna með tölfræði og greiningar. Einnig gæti hún vel starfað við að búa til kort, heimasíðugerð og forritun.