Claire Leeson býr í London og er ein þeirra sem hefur eytt öllum sínum peningum í það að líkjast frægri manneskju. Hún vill líkjast Kim Kardashian. Í dag skuldar hún tæplega 3 og hálfa milljón sem hún hefur eytt í lýtaaðgerðir og fegrunaraðgerðir.
Claire, sem er 24 ára gömul, sagði í viðtali við This Morning: „Mér var sagt það á hverjum degi að ég væri „það ljótasta sem til væri“ og ég ætti að drepa mig.“
„Þegar ég kláraði grunnskólann sögðu vinir mínir að ég væri svolítið lík Kim Kardashian svo ég fór að horfa á Keeping Up With the Kardashians. Þá sá ég og Kim eigum jafnmörg systkini og það eru sömu ágreiningarnir sem koma upp í fjölskyldunum, svo við eigum nokkra hluti sameiginlega,“ segir Claire og bætir við að henni hafi þótt Kim svo falleg og hún vildi líkjast henni enn meira.
Svo fór hún að breyta útliti sínu. Hún fór í brjóstastækkun og tannhvíttun, hárlengingar og eyddi þúsundum dollara í brúnkusprautun, fatnað, snyrtivörur og sérstaka púða til að fá rass eins og Kim. Hún segir samt að púðarnir séu bara tímabundin lausn en hún stefnir á að fá sér varanlegar fyllingar í rasskinnarnar.
Þrátt fyrir að vera orðin stórskuldug eftir þetta allt, segir Claire að þetta hafi alveg verið þess virði: „Þegar ég líkist Kim, finnst mér ég óstöðvandi og ósnertanlega. Engin getur stoppað mig og mér finnst ég vera meira virði í lífinu. Ég verð svo sterk. Mér finnst ég hafa náð að byggja upp sjálfstraustið mitt og mér líður betur með sjálfa mig,“ segir Claire.