Hvaðan í ósköpunum kemur þetta?

Árið 2006 fundust ótrúlega merkilegir munir í kjallara húss í London.  Húsið hafði áður fyrr verið munaðarleysingjahæli og stóð til að rífa það niður, en við frekari skoðun fundust þúsundir viðargrinda og innan í þeim þessir hreint út sagt ótrúlegu munir.

Við skoðun kom í ljós að um væri að ræða fágæt sýni, hlutir og ævintýralegar dagbækur. Hlutirnir voru svo sérkennilegir og jafnvel óhugnalegir, en sagan á bak við hvern hlut var jafnvel ótrúlegri saga.

Í dag hefur þetta safn hlotið nafnið Merrylin Cryptid safnið og er það nefnt eftir þeim sem safnaði þessum hlutum, Thomas Theodore Merrylin, sem var breskur könnuður og náttúrufræðingur frá 1800.

Merrylin ferðaðist víða og safnaði þessum sýnum, en mörg þeirra virtust vera komin úr hreinum goðsögnum. Hann var gagnrýndur harkalega fyrir að líta enn út fyrir að vera á fertugsaldri, þegar hann var 80 ára gamall og sumir sökuðu hann um að nota myrkraöfl til að lengja líf sitt.

Það var síðan árið 1942 sem hann virtist hafa horfið af yfirborði jarðar og kom hann síðast fram þegar hann arfleiddi stóru húsi sínu til munaðarleysingjahælis, með þeim skilyrðum að húsið yrði aldrei selt og að kjallarinn skyldi aldrei opnaður. Ekki var farið niður í kjallarann fyrr en yfirvöld hugðust rífa húsið og við það fundust þessi ævintýralegi heimur.

Sjá einnig: Furðulegt háttalag kattar um kvöld: „Það trúir mér enginn!“

Sagan segir að samkvæmt öllu hefði Merrylin átt að vera yfir 160 ára gamall árið 1942 þegar maður með sama nafni gaf húsið, en sagt var að maðurinn liti út fyrir að vera um 40 ára gamall. Flestir halda að um hafi verið að ræða ættingja mannsins, en gæti það hafa verið hann sjálfur?

Alex CF er sá sem sér um safnið og er hann algjörlega á því máli. Hann segir að í dagbókum hans séu að finna alls kyns kenningar um framandi heima og eðlisfræði, hugmyndir sem á þeim tíma hefðu þótt svo fjarri lagi og atriði sem menn eru rétt byrjaðir að skoða í dag.

Sjá einnig: Þessi fær þig til að trúa á töfra – Ótrúlegt myndband

Það sem er enn áhugaverðara er að dagbækur hann renna stoðum undir tilvistir þessarra ótrúlegu sýna í safni hans. Hann segir meðal annars frá því að forfeður okkar hafi að hluta til fengið vírus sem leiddi til þess að önnur tegund hafi orðið til og kallaði hann þá tegund Homo Lupus, eða varúlfa og Homo Vampyrus, eða vampírur. Hann taldi ekki að þær manntegundir hafi verið yfirnáttúrulegar, heldur að vírusinn hafi breytt líkamlegum eiginleikum þeirra.

Sumir segja að yfirnáttúrulegir hlutir séu aðeins vísindi, sem við höfum ekki enn náð að skilja, svo gæti verið að Merrylin hafi verið kominn á snoðir um eitthvað? Gæti verið að allar þessar goðsagnir, sem til eru í heiminum hafi einhverjar stoðir undir sér?

Vísindamenn fundu aðeins nýverið vísbendingar um að til forna hafi verið til einhyrningur, sem var meira eins og nashyrningur, heldur en hestur, svo gæti verið að ásamt neanderdalsmönnunum, hafi verið til aðrar undirtegundir af fornmanninum fyrir tíma nútímamannsins?

Í safninu mátti meðal annars finna alls kyns fornleifar af fornmönnum og drekaunga. Merrylin taldi að drekar væru aðeins hluti af dýrum risaeðlutímabilsins, sem náði að lifa aðeins lengur af.

Í safninu mátti finna heilu ósköpin af sérkennilegum sýnum og virtust þau vera komin beina leið frá ævintýralandi.

Sjá einnig: Þetta er ótrúlegt en satt!

61a8413beead45465e3ecf9c252d1127_skulls-skeletons-thomas-theodore-merlin-home-london3

1c3145ec690c03915f041b91f20fc844_skulls-skeletons-thomas-theodore-merlin-home-london42

4cbcfacd2469ba145322a4f9c60b5159_skulls-skeletons-thomas-theodore-merlin-home-london41

42fea55662983ae6918f944fbce2e713_skulls-skeletons-thomas-theodore-merlin-home-london27

97d2a445bc38d884e69f6eed75f15506_skulls-skeletons-thomas-theodore-merlin-home-london19

254d448eeb536f9c421b2c12989b236e_skulls-skeletons-thomas-theodore-merlin-home-london13

0511c2911da10f65a28b6ab3019ae58f_skulls-skeletons-thomas-theodore-merlin-home-london6

793cdea734815e0b6f99b075712f0ef6_skulls-skeletons-thomas-theodore-merlin-home-london18

90733805566984192473d602ae703d11_skulls-skeletons-thomas-theodore-merlin-home-london8

bc3e6d397114d209ba87ae088d9e874b_skulls-skeletons-thomas-theodore-merlin-home-london-45

Screen Shot 2016-05-23 at 13.54.39

Screen Shot 2016-05-23 at 13.55.14

SHARE