Hvenær áttu að þakka fyrir þig?

Getur það verið að þú þakkir ekki nægilega oft fyrir þig? Það veltir vissulega á ýmsu hvort hefð er hjá þér að þakka fyrir þig, en að sýna þakklæti getur svo sannarlega skipt sköpum í lífi þínu og annarra í kringum þig. Við þökkum oft fyrir okkur af skyldurækni, eins og þegar við förum í búðina eða erum að verða okkur úti um einhverja þjónustu. Þakklæti er klárlega vanmetið og í rauninni er aldrei hægt að þakka of oft fyrir sig og um leið getur þú verið afbragðsgóð fyrirmynd fyrir aðra.

Sjá einnig: 40 tilvitnanir um þakklæti

eiMkRzxRT

Þegar einhver gefur þér ráð

Þegar einhver gefur þér ráð, hvort sem þú ferð eftir þeim eða ekki, er best að vera þakklátur. Sama hvað þér finnst um það ráð sem þú færð, er manneskjan að reyna að hjálpa þér. Það er kannski ekki það sem þú vilt eða varst að vonast eftir öðrum viðbrögðum en sýndu samt þakklæti í garð þeirra sem vilja þér fyrir bestu.

Þegar einhver hrósar þér

Við eigum það til að hunsa hrós frá fólki, hvort sem verið er að hrósa þér fyrir, fötin þín, hárið þitt eða vinnuna, þá gerir þú þig glaðari með því að þakka fyrir þig, í stað þess að koma með einhverja lummu sem gerir lítð úr hrósinu og þar með manneskjunni. Að taka hrósi hefur ekkert með hroka að gera eða að vera merkilegur með sig, en það er merki um þakklæti og þú klappar þér á bakið í leiðinni.

Þegar einhver fer úr vegi sínum til að hjálpa þér

Það er fullt af fólki þarna úti sem vill hjálpa þér, þrátt fyrir að það færist í aukana að fólk líti framhjá öðrum í neyð. Við höldum oft líka að við getum gert allt sjálf, en það er engin skömm í því að þiggja aðstoð, svo það er allt í lagi að gleypa stoltið sitt endrum og eins. Það er auðveldara að þiggja hjálp ef þú kannt að þakka fyrir þig.

Sjá einnig: 27 jákvæðar leiðir til að hrósa börnum okkar

Þegar einhver stendur með þér

Þegar einhver hefur fyrir því að standa með þér, skaltu aldrei gera lítið úr því og mundu eftir að segja takk. Við eigum það til að taka manneskjurnar sem okkur eru næst og við elskum sem sjálfsögðum hlut.

Gott er að hafa upp á manneskjunni sem þú ert þakklát/ur við, fara úr vegi þínum og segja við hana  að þú kunnir virkilega að meta það sem hann/hún hefur gert fyrir þig. Það getur hreinlega gert dag þeirrar manneskju enn betri.

Bros og þakklæti getur skipt sköpum fyrir þau sem snerta líf þitt. Ekki gleyma þér í þínum heimi og hafðu fyrir því að segja takk.

SHARE