Þessi mynd gengur um á Facebook með þessum texta sem við höfum snarað yfir á íslensku:

Kæru vinir og fjölskylda á Facebook. Litla 9 ára gamla frænka mín var nýlega með kviðverki og faðir hennar fór með hana á bráðavaktina á spítalanum. Þá kom í ljós að hún var með æxli á stærð við hunangsmelónu í kviðarholinu. Það voru gerðar rannsóknir og það kom í ljós að þetta var krabbamein af gerðinni dysgerminoma. 

Litla stúlkan er að sjálfsögðu mjög hrædd við þetta allt saman en fór í aðgerð og svo hefst lyfjameðferðin fljótlega. Mamma mín fór og heimsótti hana og sagði stúlkunni að Guð væri að vinna að kraftaverki fyrir hana og fullt af fólki væri að biðja fyrir henni. Þá fékk hún stórt bros frá henni og hún spurði „Hver?“

Svo hér er það sem ég ætla að biðja ykkur um að gera: Ég held það myndi gleðja hana mjög mikið að  sjá hversu margir eru tilbúnir að biðja fyrir hana og þess vegna langar mig að biðja ykkur að gera „like“ og „share“ á þessa mynd og skrifa fyrir neðan frá hvaða landi þið eruð, svo hún geti séð að það sé fólk um allan heim að hugsa til hennar. 

Takk fyrir að hjálpa mér að gleðja litla stúlku!

 

Ef þið kæru lesendur hun.is viljið vera með í þessu fyrir litlu stúlkuna, smellið hér og fylgið leiðbeiningunum hér að ofan.

552103_4995033667596_266936640_n

SHARE