Þar sem þú gerir þetta um það bil á hverjum degi eru þessi atriði í rútínunni þinni. En það eru sumir ávanar sem eru kannski ekki eins góðir fyrir þig og þú heldur, svo skoðaðu þetta og athugaðu hvort þú ert að gera eitthvað rangt:

Sjá einnig: 8 slæmir ávanar sem að gera þig hrukkótta

water-splash

1.  Að skrúbba andlit þitt: Ef þú ert að þvo á þér anditið með þvottapoka, ertu líklegast ekki að hreinsa andlit þitt almennilega. Trefjarnar í þvottapokanum get ert húð þína og geta rifið verndarlag húðarinnar, sem síðan getur leitt til þess að húðin þornar og hrukkur myndast.

2.  Að fjarlægja naglalakkið þitt með acenton: Naglalakkshreinsir sem er með acenton þurrkar neglurnar þínar og getur stuðlað að því að þær brotni. Notaðu frekar naglalakkaleysir sem er ekki með aceton heldur með ethyl, isopropyl alcohol og popylene carbonate.

Sjá einnig: Viltu hvítari og hraustlegri neglur?

3.  Að treysta á andlitshreinsa sem lofa yngri húð: Þegar þú byrjar að sjá hrukkur á húðinni þinni, ferð þú að öllum líkindum að leitast eftir hreinsivörum sem eru til þess gerðar að yngja upp húð þína að nýju. Hreinsar eru eingöngu á húð þinni í nokkrar sekúndur og hafa enga verulega virkni. Eyddu frekar peningum þínum í dagkrem og næturkrem sem munu virka mun betur.

4.  Að nota hart hárlakk til að halda hárinu þínu á réttum stað: Það getur verið gott tímabundið, en getur um leið þurrkað á þér hárið og gert það brothætt. Notaðu frekar mýkri hárlakk og þau sem eru ekki með alcohol í innihaldslýsingunni.

5.  Að þvo andlit þitt of mikið: Það er ekki gott að vera með of feita húð, en að vera með smá náttúrulega olíu á húð þinni er gott. Þegar þú þværð húð þína of mikið ertu að taka ystu verndina af húðinni, svo ef þú ert að þvo þér, notaðu milda hreinsisápu og settu á þig rakakrem.

SHARE