Oft á tíðum fáum við höfuðverk sem er til kominn vegna bólgna í herðum og hálsi. Ef um þannig höfuðverk er að ræða getur þú jafnvel komist hjá því að taka verkjatöflur og gert þetta nudd í staðinn:
Sjá einnig: Höfuðverkur upprunninn frá hálsi
Sjá einnig: Hvað er að koma fyrir hálsinn á þér? Ertu of mikið í símanum?
Hvernig á að gera höfuðverkjanuddið?
Það sem þú þarft er handklæði. Nuddið mun auka blóðflæðið til höfuðsins og þar með minnka höfuðverkinn.
Taktu handklæði og snúðu upp á það. Þrýstu handklæðinu aftan við höfuðið og haltu í sitthvorn endann. Renndu handklæðinu frá hnakkanum, niður að hálsinum, án þess að þrýsta of fast. Gerðu þetta í 3-5 mínútur. Ef höfuðverkurinn hverfur ekki, bíddu í 10 mínútur og nuddaðu síðan aftur.
Sjá einnig: Hver eru einkenni heilablóðfalls?
Þessi aðferð losar um bólgur sem eru að valda höfuðverknum, en ef verkurinn verður of mikill á meðan þú ert að nudda þig, fáðu þér myntute, þar sem mynta hefur slakandi áhrif á æðarnar.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.