Þetta er mjög áhugavert myndband þar sem okkur er sýnd ágætismynd af því í hvernig hlutverk konur eru settar í auglýsingum. Auglýsingar hafa gríðarleg áhrif á fólk og þær spila stóran þátt í okkar daglega lífi. Oft eru konur settar fram sem fórnarlömb, þær eru kúgaðar í auglýsingum og þeim er stillt upp á kynferðislegan hátt. Hvað finnst þér um þetta? finnst þér þetta eðlilegt? hvernig væri ef karlmenn væru settir í sömu stellingar og hlutverk og konurnar í þessum auglýsingum?
Skoðaðu myndbandið og hugsaðu málið.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”HaB2b1w52yE”]