Pörin í Hollywood eiga sínar ástarsögur rétt eins og við hin. Hérna eru nokkrar sögur um fræg pör og hvernig þau kynntust.
Sjá einnig: Stjörnur sem hafa farið í lýtaaðgerðir
Tom Brady og Gisele
Sameiginlegur vinur þeirra sagði við Brady að hann hafi fundið kvenmanns útgáfuna af honum, vinurinn sagði svo við Gisele að hann hafði fundið karlmanns útgáfu af henni. Þau samþykktu blint stefnumót og hafa verið saman síðan. Þau eiga tvö börn í dag. Maður á alltaf að treysta vinum sínum!
Will og Jada Pinkett Smith
Hjónin kynntust þegar Jada fór í áheyrnarprufu fyrir The Fresh Prince of Bel-Air. Þau voru vinir í mörg ár áður en þau stungu saman nefjum.
Ryan Gosling og Eva Mendes
Parið kynntust við tökur á myndinni The Place Beyond the Pines. Leikstjóri myndarinnar sagði í viðtali löngu eftir gerð myndarinnar að Ryan hafði ólmur viljað Evu í hlutverkið og hann lét undan því. Ryan hefur verið með plan til að næla í Evu, og það virkaði! Þau eiga eitt barn saman.
David og Victoria Beckham
Ofurparið kynntist á Manchester United leik árið 1997. David var þó búinn að vera skotinn í Victoriu í einhvern tíma áður, án þess að hafa hitt hana! Hann sagði í viðtali að eftir að hafa séð myndbandið við „Say You’ll Be There“ með Spice Girls hafi hann fallið fyrir henni. David hugsaði: „Þetta er stelpan fyrir mig og ég ætla að næla mér í hana! Hún er fullkomin. Ef hún vill mig veit ég að við verðum saman að eilífu.“ Hjónin hafa verið saman í 18 ár og eiga fjögur börn saman.
Matt Damon og Luciana Barroso
Þau kynntust árið 2003 á bar á Miami Beach. Luciana var að vinna á barnum og Matt tók strax eftir henni í gegnum fólksfjöldann. Ást við fyrstu sýn!
Carey Mulligan og Marcus Mumford
Þau voru pennavinir í mörg ár þegar þau voru lítil. Hittust svo þegar þau voru bæði orðin fræg og urðu ástfangin. Þau hafa verið gift síðan 2012. Hversu krúttlegt?
Lestu fleiri skemmtilegar greinar á