Við fengum þetta fallega ljóð sent en höfundur ljóðsins er Inga Margrét Benediktsdóttir. Ljóðið er mjög áhrifaríkt og snertir við manni.
Með Bakkus undir hönd,
Stjörnurnar falla, þér halda engin bönd.
Djöflunum fjölgar, einn af einum,
Feluleikur eins og ást í leynum.
Fjölskyldan kveður, hvað gerðiru rangt?
Situr einn og finnst þú eiga bágt.
Andvöku næturnar, hugrænu stríðin,
Fjölskyldan kveður, því erfið var biðin.
Hylma yfir öðrum, ljúga, laumast um.
Neðar og neðar með fíkniefnadjöflinum.
Einn daginn aldrei komstu heim
Undir þúfu hvíla þín bein.
En aftur á móti endirinn er ei einn
Þú getur líka lokað á og orðið hreinn
Því þrátt fyrir allt, þá er þetta stríð
Hægt er að vinna um ókomna tíð.
Reyndu samt ekki glepjast af hákörlum stórum
Sem falla og draga þig niður á botnin á sjónum
Ástvinir, fjölskyldan, venjulegt líf
Hlekkjaður fastur ? Eða á vængjum svíf?
Höfundur:
Inga Margrét Benediktsdóttir