Íbúðin var tæmd og lögð í rúst um helgina – Öllu stolið!

Það var brotist inn hjá Atla Má Gylfasyni um helgina og íbúðin var gjörsamlega tæmd, sængur, raftæki og fatnaður tekinn. Hann skrifaði þetta á Facebook:

Um helgina var brotist inn til mín og allt var tekið úr húsinu. Farið var bókstaflega í gegnum útidyrahurðina og allt tekið – meira að segja sængurnar mínar. Þarna úti eru einhverjir menn með ljósmyndir allt frá fæðingum barna minna til dagsins í dag sem voru í 21.5″ iMac tölvunni minni, 50″ Phillips sjónvarp, 27″ Thomson sjónvarp, Senseo-kaffivél, skærappelsíngulir hlaupaskór, fullt af bolum, sjónvarpsflakkara, míkrófónum, Vodafone-router(tilhvers), tvö hjólabretti, ein hjólabrettaplata árituð af Bam Margera, Phillips-ryksuga, fullt af snúrum og hleðslutækjum, Nike+ úr, ADIDAS-úr og þar að auki var íbúðin mín lögð í rúst. 

Menn hafa þurft að vera á jeppa eða sendibifreið til þess að flytja þetta allt. Á næstu dögum verður þessu komið í verð með hjálp t.d. Bland.is og vill ég því biðja alla Fésbókarvini mína að deila þessum status ef einhver skyldi rekast á þetta!

Þá býð ég hverjum þeim sem gefur mér upplýsingar um hvar þýfið er niðurkomið eða hver braust inn 50.000 kr.- og er 100% trúnaði heitið.

Fyrirfram þakkir,
Atli Már Gylfason

Hér er hægt að hafa samband við Atla ef þið hafið upplýsingar um hvar þýfið er niður komið.

SHARE