Viðstöðulaus kláði í óeðlilega þrútnu tannholdi tíu ára gamallrar brasílískrar stúlku sem hafði verið viðvarandi í nokkra daga reyndist vera svæsið maðkahreiður í efri góm þegar betur var að gáð.

Ana Cardoso, sem er búsett í höfuðborg Brasilíu, hafði kvartað undan kláða og fiðringi í efri góm við móður sína í rúma viku – án þess þó að lýsa neinum verkjum. Þess í stað sagði hún móður sinni að henni þætti sem eitthvað væri á hreyfingu inni í gómnum – en enginn trúði litlu stúlkunni í fyrstu.

.

VID: 10-y/o Has 15 Maggots Removed From Mouth

Tannlæknir fjarlægði fimmtán maðkalirfur úr efri góm litlu stúlkunnar

Eftir á sagði móðir stúlkunnar að hún hefði talið fullvíst að Ana litla væri að grínast eða ljúga:

Hún hafði talað þetta í nokkra daga, að það væri eitthvað á iði uppi í gómnum á henni og ég hélt hreinlega að hún væri að grínast – þetta hljómaði svo ótrúlega. Ég gat ekki séð að neitt væri að henni og svo fylgdu þessu engir verkir.

Svo fór tilfinningin að ágerast og það skipti engu máli hvað hún burstaði tennurnar oft og mikið – henni leið alveg eins og áður. Ég þekki dóttur mína og veit að hún spinnur ekki upp svona sögur svo ég fór með hana til tannlæknis og þá kom hryllingurinn í ljós.

Að sögn vefmiðilsins Daily Mail greip hryllingur um sig á tannlæknastofunni þegar sjálfur tannlæknirinn, sem varð skelfingu lostinn, áttaði sig á því hvers kyns var – en í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar tannæknirinn dregur út einar fimmtán maðkalirfur úr efri góm vesalings stúlkunnar – sem gat ekkert gert nema vera algerlega kyrr meðan á öllu ferlinu stóð.

Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar tannlæknirinn fór að tæta maðkalirfurnar úr efri góm dóttur minnar. Ég gat bara ekki meðtekið sannleikann. Þetta var of hryllilegt. Mér varð flökurt og mig langaði að æla.

Starfsmaður tannlæknastofunnar sagði um einstakt tilvik vera að ræða og að aldrei áður hefði svo svæsin tannholdssýking komið inn á borð til stofunnar.

Það voru hvorki meira né minna en fimmtán maðkalirfur í munni litlu stúlkunnar. Þetta var svo ógeðfelld sjón að við festum viðburðinn á filmu – því atvikið sjálft er algert einsdæmi. Við festum aðgerðina sjálfa líka á filmu því við vildum sýna fjölskyldu litlu stúlkunnar sem og öðrum hvernig getur farið – í forvarnarskyni.

.

VID: 10-y/o Has 15 Maggots Removed From Mouth

Ótrúlegt þykir hvað litla stúlkan sýndi mikla stillingu meðan á aðgerð stóð

Sníkjudýrið sem um ræðir hreiðrar ýmist um sig í dauðu holdi, fljótandi líkamsvessum eða hálfmeltum mat, en einnig getur óværan tekið sér bólfestu í tannholdi mannfólks og dýra – þó það sé vissulega sjaldgæfara. Algengara er þó að viðbjóðurinn láti á sér kræla meðal þeirra sem eru af lægri stigum og svo einnig á heitari landsvæðum.

Full ástæða þykir til að vara aftur við myndbandinu hér að neðan – sem sýnir sérfræðing fjarlægja maðkana úr tannholdi hjálparvana barnsins sem liggur grafkyrrt í tannlæknastólnum meðan á aðgerð stendur:

https://youtu.be/f_gzCqQ2Rq8

SHARE