Ikea hakkarar – Myndir

Ikea hefur löngum verið vinsælt meðal fólks víða um heim enda hægt að finna þar úrval af fallegri hönnun fyrir sanngjarnt verð. Þegar við hjónin hófum okkar búskap fyrir allöngu síðan áttum við ekki mikið af húsgögnum eða öðrum húsbúnaði fyrir utan það sem okkur hafði verið gefið. Góði hirðirinn var þá ekki kominn til sögunnar því lá næst að heimsækja Ikea þar sem við vorum fastagestir um hríð og margt þaðan hefur svo sannarlega staðið undir sér í gegnum árin.
 Í tæknivæddu samfélagi nútímans hafa svokallaðir “Ikea hakkarar” orðið meira áberandi. Á Netinu má finna ótal hugmyndir af Ikea vörum sem hafa farið í gegnum umbreytingarferli. Það felur í sér að bætt hefur verið við vörurnar, þeim púslað saman upp á nýtt og jafnvel teknar úr samhengi við sitt upprunalega hlutverk.

Gott og blessað er að sleppa hugmyndafluginu lausu og leika sér og frábært að sjá allar þessar ólíku lausnir ásamt því að fylgjast með framhaldslífi Ikea. En þá þurfum við jafnframt að spyrja okkur þeirrar siðferðislegu spurningar hvort þessi leikur sé í lagi sakir höfundaréttar!

SHARE