send2

Epli.is hefur afhent Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB, iPad-spjaldtölvu að gjöf sem félagið mun ráðstafa til barns í krabbameinsmeðferð. Epli.is hefur heitið því að gefa félaginu annan iPad þegar facebooksíða fyrirtækisins nær takmarki sínu um 30.000 „like“ fyrir 24. ágúst.

Á Epli.is segir:  „Okkur vantar um 2000 like á facebooksíðuna til að það takmark náist og þvi hvetjum við fólk til að taka þátt og like-a síðuna okkar.“

 „Það er frábært að geta boðið börnum sem greinast með krabbamein að stytta sér stundir eða sinnt námi sínu með iPad við hönd á meðan á löngum og ströngum meðferðum stendur. Við erum  mjög þakklát fyrir þennan hlýhug til okkar barna,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir formaður SKB.

Nú viljum við beina þeim tilmælum til lesenda okkar að splæsa í eitt „like“ á Facebook síðuna hjá Epli.is svo að SKB fái annan iPad.

 

SHARE